Smur​ð​ar f​ó​rnir

by Silk cats

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Ímyndanir Ímyndanir, límmyndanir, síminn dó mér, sí-myndanir, símadómur, sósumótun sósumótors, sódómádor 4x Við felum okkur í flóði undir þara eða gleri erum það sem rennur það sem flæðir brennur það sem storknar og hverfur og það sem gerist þar á milli þar til ef til vill allt spillist eða hvað? með hringferðum, kuðungum grauti salt’og baugfingrum fléttum net’og heimskringlum og nöflum sem snúast Ímyndanir, límmyndanir, síminn dó mér, sí-myndanir, símadómur, sósumótun sósumótors, sódómádor 2x Símyndanir og læk Ímyndanir og sæk rísandi hús og sígandi augnlok fjarlægar þokur með drauma trosnaðir saumar milli heima Ég með límmyndir í heilanum og úti magnast seiðmagn í vekturum ég er úrilli haninn sem gengur um í hálfverkum Ímyndanir, límmyndanir, síminn dó mér, sí-myndanir, símadómur, sósumótun sósumótors, sódómádor 2x Símyndanir og læk Ímyndanir og sæk en nú sekkur síminn í svartan sæ.. æ og það nær enginn í hann það nær enginn í hann í augnablikinu er slökkt á farsímanum hann utan þjónustusvæðis ó… ó ó ó ó ó hann er horfinn í biksvartan sjó og frá djúpstæðri ró liðast línurit úr köllum en í hellunum í höfðin’eru lófarnir á kortunum lófalínurit í ómeðvituðum snertingum líkamar sem líkön af síbreytilegum alheimum líkamar sem líkön af síbreytilegum alheimum Ímyndanir, límmyndanir, síminn dó mér, sí-myndanir, símadómur, sósumótun sósumótors, sódómádor 4x Imaginations Imaginations, glue formations, the phone died to me, constant formations, phone judicals, sauce molding sauce motor, sodom outdoor 4x We hide in the flood under a seaweed or a glass We are what runs, what flows and burns, what solidifies and vanishes and what happens in between until maybe everything gets ruined or what? With round trips, cuckoos, porridge salt and ring fingers Braides, nets and world circles and rotating navels. Imaginations, glue formations, the phone died to me, constant formations, phone judicals, sauce molding sauce motor, sodom outdoor 2x Constant formations/photo taking and likes Imaginations and pshichs rising houses and lowering eyelids distant nebulaes with dreams frayed seams between worlds I have glue images in my brain and outside the power of the magic intensifies in vectors I'm the cranky rooster who walks around doing half a jobs/half sore Imaginations and likes Imaginations and pshichs But now the phone sinks into the black sea ay And nobody can reach him Nobody's going to reach him Currently, your mobile phone is turned off or outside the service area Oh... Oh oh oh oh He's gone in bituminous black sea and from profound calm, charts pass from callings But in the caves in the heads, the palms are on the maps palm graphs in unconscious touches bodies as models of ever-changing universes bodies as models of ever-changing universes Imaginations, glue formations, the phone died to me, constant formations, phone judicals, sauce molding sauce motor, sodom outdoor 4x credits
2.
Þolinmæðiskona Allir þessir sætu strákar en mig langaði bar’í einn mig langaði bara í einn mig langaði bara í einn sem birtist þegar hann vill mig og getur ekki stillt sig eins og ég ég sem hef verið hugrökk en nú brotna ég eins og gler nú brotna ég eins og gler ég sem hef verið hugrökk en nú brotna ég eins og gler Því hann færir sig alltaf nær þegar ég hef náð mér og hann fær mig en næst þegar hann sér mig þá panikkar hann og fer þá panikkar hann og fer ég er hitað og kælt gler og græt eins og rúða sem splúndrast í þúsund og einn mola ég er þolinmæðiskona en … þetta gat bara ekki gengið svona gat bara ekki gengið svona En þessi sítýndi strákur er sitjandi kráka og ég er alls ekki týpan sem eltist við stráka til eru viljugri fákar til eru mun viljugri fákar Woman of patience All those pretty guys, but I just really wanted one I just really wanted one I just really only wanted one who shows up when he wants me and cannot really help it just like me I who have been so brave, but now I'm breaking like glass, now I'm breaking like glass. I who have been so brave, but now I'm breaking like glass, Cause he always gets more closer when I’ve had closure and he gets me But the next time he will see me, he will panic, and then leave, panic, and then leave, panic, and then leave. I'm cooled and heated glass and cry like a window that splinters in a thousand and one pieces I am a very patient woman but ah.. This just couldn't really work like this. This just couldn't really work like this. But this long-lost boy is a sitting crow And I'm definitely not the type who chases after fellows There are willing horses in the meadow far more willing horses in the meadow
3.
Ekki vera viss Ég er orðin þreytt, búin að þreyta mig er dauð, margdauð af deginum í dag og öllu sem drap í honum Búin að deyja og deyja og lifna svo oft við að ég veit ekki lengur hvað er vonlaust og ég finn eitthvað svona… svona… …svona glimmer Svona glimmer til skiptis við blóðmissi Svo ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss ekki vera viss ekki vera viss Þú finnur ákveðna lykt þú og verkfræði alls kyns allt og allt þú í brjálæði og tækni og vísindum elsku flug grímu grínið mitt elsku flug grímu grínið mitt með rásarskiptingarnar rétt nú fyrir elskhugana eldsviptingarnar hér snýst eitthvað, hér snýst eitthvað en við vitum ekki hvað hvað…? og við klippum klippum svo vinalega bara heftum ekki skulum ekki hefta bara róla klikkuð róla klikkuð róla klikkuð stopp. bara vá- nákvæmlega vá svona afslappað mynstur í stigvexti svona glimmer til skiptis við blóðmissi Svo ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss ekki vera viss ekki vera viss þú setur upp ákveðinn svip þú og sálfræði alls kyns allt og allt þú í viðkvæmni og sætir tíðindum elsku flug grímu grínið mitt elsku flug grímu grínið mitt með rásarskiptingarnar rétt nú fyrir elskhugana elsviftingarnar hér snýst eitthvað, hér snýst eitthvað en við vitum ekki hvað … Svo ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss Ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss ekki vera viss, ekki vera viss, ekki vera viss Mynstrið í mér hrekkur til í snyrtilegum dúnmissi Svo í hvaða lit eyðumst við upp í? Skífan snýst og allir vilja eitthvað ósnertanlegt. ósnyrtilegt -takk. Hér erum við smurðar fórnir eða suð á milli rása sem er þó alltaf betra en eitthvað pirrandi popplag. Don’t be sure I’m tired. Made myself tired. I’m dead. So often dead of today and everything in it that killed I’ve died and died and be reborn so many times that I don’t know anymore what is hopeless And I find something like, like glitter like glitter in exchange for a loss of blood So don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure You smell a certain scent you and enginering All kinds of all and all you in craziness And in techics and science My dear flymasked joke my dear flymasked joke With the switching of stations just for the lovers the firedance Here something turns, here something turns but we don’t know what. what? And we cut, cut so friendly only let’s not staple/hinder we shall not staple/hinder only swing about mad swing about mad swing about mad. Stop Just… wow…. exactly wow. like relaxed pattern in a growing rate glitter in exchange for a loss of blood So don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure You put on a certain kind of look you and pshycology All kinds of all and all you in sensitivity and subjects to the tidings/news My dear flymasked joke my dear flymasked joke With the switching of stations just for the lovers the firedance Here something turns, here something turns but we don’t know what. So don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure So don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure, don’t be sure The pattern in me trembles in a tidy loss of dunefeathers in which colour will we disintergrate the record turns and everybody wants something intangible, messy. Thanks Here we are anointed sacrifices or a buzz between stations which is always better than some annoying popsong
4.
Ugglaust 03:32
Peningar, plúsar og mínusar hversu langa skuldahala eigum við að draga draga hversu langa láglaunavinnuDAGA daga eigum við að sarga sarga saga saga marga marga marga arga saga sarga arga Þig langar að laga laga, draga það ekki á langinn en þunginn sem þú hélst að kæmi aldrei aftur heldur áfram að naga og naga og naga og naga einhver gamall drungi og augnlokin þung eins og feiti gjaldkerinn … þú heyrir bankað en bjóst ekki við neinum ætli það sé kannski víkingasveitin sem liggur úti í leynum þú ferð til dyra og það er verið að kynna góðgerðarmálefni sem þú hefur ekki efni á að styrkja já, nei því miður, maður fær ekki mikið borgað fyrir að dansa og yrkja fjárhagsáhyggjur fjárhagsvonir spurningar um.. hvað gerirðu, hvernig þénarðu, hverju svararðu? nei bjargað’ér bjargað’ér stansaðu það er óþarfi að sogast í þessa hringiðu … Hversu gömul er ég orðin í námsárum? ljóðin get'ekki verið í matinn og það er ekki alltaf borgað fyrir þýðingar já, nei þú telst heppin að fá þær í birtingar svo þið sem haldið að við séum að mergsjúga þjóðina - pælið aðeins betur í því við erum ekki latte-lepjandi aumingjar við myndum ekki eyða í latte því við erum í fjárhagsþrengingasplatter og þegar það fattast, þá verður ekki bakkað og þeir sem gefa vinnuna sína löngu farnir eitthvað annað það mætti halda að við værum að vinna við eitthvað sem er bannað Eða... á ég kannski frekar að tala um láglaunastörfin mín? Já -neei... það fæst ekki mikið í pengingum að vinna með börnum það er stórhættulegt fyrir sálarlífið að vinna þrælavinnu í törnum og er það ekki ömurlegt að konum sé ennþá borgað minna en körlum? en segið mér.. hversu margir gefa vinnuna sína? Eða vinna allt of mikið fyrir allt of lítið? Og er það ekki skrýtið hversu margir þurfa að strita en sitja samt eftir með blanka vasana? Það get'ekk'allir unnið við forritunina í banka -en kannski er þeim sem hafa meir'en nóg alveg skítsama ...alveg skítsama Eða... er kannski bara best að stofna nýtt fyrirtæki með nýja kennitölu, kúluláán og kleinuhringi -segið mér -hver er frekuforinginn í ykkar landsfjórungi? Svo ugglaust -tölum tungulaust ugglaust -tölum tungulaust ugglaust, tölum, tölum. Undoubtedly Money, pluses and minuses. How long indept tales should we drawDRAW How many lowpaying work days should we rasp through saw and saw through Many many many heavy sawing rasping angry You want to fix it fix it not prolong it but the heaviness you thought would never come back keeps on gnawing gnawing gnawing gnawing some old dreary feeling and the eyelids are heavy like the big chunky cashier … You hear someone knocking but weren’t expecting anyone could it be the commandoes lurking outside hidden you open the door and there a good will cause is presented well no, you don’t get much paid for dancing and receiting Financial worries, financial hopes. Questions about what you do. How do you earn? What do you answer? No save yourself, save yourself. It’s unnecisary to get sucked into this whirlpool/vortex. How old am I now in school years? The poems can’t be eaten and you don’t always get paid for translating well no… you are lucky to get something published. So to those who really think we are drymilking the nation, have a better think about it because we are not the latte lapping losers you talk about. We wouldn’t spend money on latte because we’re in a financial gutter and when you’ll finally get it will we will then really had had it and the ones giving their labor will have moved away long ago. One could think we were doing something illegal. Or should I maybe talk about my underpaying labor? Well….no… you don’t get much paid in money working with children, it’s disastrous to work slave labor in periods and isn’t it depressing that women are still paid less than men? But, tell me, how many are there that give away their work or work too much for too little… and isn’t it strange how many need to struggle but still stay behind with empty pockets. Not everybody can work in finance or bank programming but maybe the ones who have a lot more than enough don’t care shit about it. Don’t care a bit. Or maybe it’s just best to start a new company, new social security number and doughnuts. Tell me, who is the leader of the shrews in your part of the country so undoubtedly let’s talk.
5.
Til allra úreltra flokkaklíkugullkálfa sem sveittir klóra í bakkana með stjarfan græðgisglampa í augum og pókerfeis í fáránlegum leik sem byrjað'á að lækka skattanna á kvótakóngana það setti tóninn hvað beitu kokka þeir næst upp á krókinn? eitthvað smjörklípukjaftæði en aldrei það sem er einhver blekkingarloforð því það gleyma allir öllu hvort eð er. þeir eru jafn gráir og jakkafötin greyin í stórustrákaleik svoldið smeikir, svoldið veikir af þreytu og meika ekki að feisa neitt þurfa að feika allt fyrir fjölmiðla vildu frekar slappa af ekki í rétta starfinu en myndu aldrei aldrei aldre viðurkenna það bara, halda áfram með aktið með silfurskeiðina í kjaftinum og peningafíkn sem kemur fram í mörgum ættliðum og skilj’ekki hvernig það er að ver’í aðeins fátækari kantinum svo hjálpum þeim. Því við lifum í úreltu lénsveldi og erum komin með nóg af kjaftæði frá taugatrekktum tækifærissinna pólitíkusum sem spilltir sitja í viðbjóðsvillunum kokk’upp meira rugl á flokkafundunum einhverja kjaftæðisbeit’á krókinn handa litlu fiskunum smá von smá deyfingu til að þegja deyja úr deyfingu deyfa með fjarstýringu í hendinni yfir einhverjum fáránlegum þætti á endursýningu En þið fáið ekki friðþægingu í bráð þið fégráðugu og siðblindu svo segið bara satt Segið bara segið bara segið bara segið bara segið bara satt Segið bara segið bara segið bara segið bara Segið bara satt Því það sést í gegnum lygarnar þessar margtuggnu yfirhylmingar um ósanngjarnar kökuskiptingar því feitu stóru fiskarnir þeir fitna bara og fitna fitna og fitna fitna bara og fitna svona hræddir og gráðugir hræddir við holrúmið og hræddir við sjálfa sig eins og fárveikir fíklar svona peningafíklar Því elsku ofríka frík, þetta er ekki um pólitík heldur snýst þetta frekar um þitt eigið sálarlíf því peningafíkn sýki og þú ert með gullgraftarkýli sem þarf að stinga á því hér er eitthvað stíflað svo reyndu bara að slappa af líta inn í hjartað og anda með nefinu því maður kaupir ekki hamingju eins og blóðdemantatösku en þið sjáið peninga eins og róninn sér flöskur þið sjáið peninga eins og róninn sér flöskur því miður Segið bara segið bara segið bara segið bara segið bara satt Segið bara segið bara segið bara segið bara Segið bara satt það þarf að slappa af líta inn í hjartað og anda með nefinu, vera hugrökk og slepp'einhverj'af góssinu og leyfa aðeins fleiri börnum að leika sér að dótinu Segið bara segið bara segið bara segið bara segið bara satt Segið bara segið bara segið bara segið bara Segið bara satt Just tell the truth To all the out-dated clique golden calves that sweaty stratch the banks with a rigid stare of greed in their eyes and a pokerface in a ridiculous game that started out with lowering the taxes of the quota kings, that set the tone. Which bate will the cook up next for the hook. Some pinch of butter bullshit but never what there is some deceptive promises because everybody forgets everything anyway they are as grey as their suits the wretches in a game of big boy, a bit weary, a bit sick of tiredness needs to fake it all for the press, would rather want to relax not in the right employment, but would never ever ever ever admit that just keep on with the act, with the silferspoon in their mouth and a money addiction that appears in many generations and don’t understand how it is to have a bit less so let’s not leave them helpless. Just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth Because we live in a outdated feudalism and we’ve had enough of the bullshit from neurotoxic oportunistic politicians that corrupted sit in their disgust-villa’s cook up some more crap on the party meetings some bullshit-bate on the hook for the little fishies A bit of hope- a bit of sedation to shut up- die from the sedation sedate with the remote in the hand over some ridiciculous episode on replay but you will not get a redemption any time soon you money greedy and morally blind. So just tell the truth. Because we can see through the lies, chewed up cover ups about unfair cake cuttings because the big fat fish only get fatter and fatter fatten and fatten So scared and gready scared of the void scared of the silence and scared of themselves like seriously ill addicts Like money addicts Just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth Because, dear filthy-rich freak -this isn’t politics it’s rather about your psycological health because money addiction is an illment and you have a goldrush abscess that needs to be punctuated because here something is jammed so try to relax, look into your heart and breathe through your nose for you cannot buy happiness like a blood-diamond purse but you see money like the drunker sees a bottle unfortunately. So try to relax, look into your heart and breathe through your nose be brave and let go of some of the estate and allow some more kids to play with the toys. Just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth just tell, just tell, just tell, just tell just tell the truth
6.
Turninn 04:46
Turninn Ég hugsa og hugsa og hugsa þar til  hugsanirnar byggja turn himinháan turn og hér sit ég föst á mér lágu tvenn álög önnur hvít hin svört. Hérna upp í turninum get ég dundað mér við ýmislegt annars myndu leiðindin naga mig inn að beini naga í beinin naga beinin. Eitthvað verður að gera iðja og biðja byrja upp á nýtt á hverjum degi. Dagarnir eru svo misjafnir mig dreymir oft um jarðarber - mig dreymir oft um jarðarber en hér er bara grautur í boði svo ég legg kuðung við eyrað á mér og hlusta ég hlusta og hlusta og hlusta þar til kuðungurinn hvíslar svör Ótal óræð svör sem segja allt og ekki neitt yfirleitt skrifa ég flest niður en nú stari ég á kuðunginn svo föl og stjörf og sveitt Það slær mig að það er svolítið tómlegt til lengdar að hlusta bara á kuðunginn og tjá sig bara við bókina. Nú virðist allt svo tilgangslaust. Hættulega tilgangslaust, svo kalt eitthvað. Ég er orðin kaldari af kulda. Nánast viss um það. Ég þarf að komast héðan. því hér eru draugar sem eru pervertar hér eru draugar sem eru pervertar. Og þeir njósna um mig. Í kaldri einsemdinni þá kann ég næstum að meta það en í rauninni þá gerir það mig taugatrekkta og pirraða. En einhvern tímann einhvern tímann þá leysi ég upp turninn. ... Ég magn’og magn’og magn’ann í sundur með kristöllum. Dansa í spíröllum leysi þannig múrsteinan’upp til agna með hjarta’og söltunum svo á hverjum segi dreifi ég úr saltinu á svölunum, stilli upp stækkunarglerjum og sekk mér í ein’af bókunum í turninum. Eitthvað verður að gera iðja og biðja byrja upp á nýtt á hverjum degi. Dagarnir eru svo misjafnir -mig dreymir oft um jarðarber -mig dreymir oft um jarðarber. En hér er bara grautur í boði og mest allt saltið fer út á svalir undir stækkunargler en svo gerist það einn daginn, ég finn það gerast en það gerist voða hægt …að turninn bráðnar Hann bráðnar því ég bráðna eins og í hljóðaljóðum Ólafar Hann leysist upp og ég losna og fell mjúklega til jarðarinnar fell mjúklega til jarðarinnar, fell svo mjúklega til jarðarinnar Og nú ligg ég hérna næstum leyst upp líka á jörðinni Í glóandi krónunni, það rýkur enn úr bókunum, plönturnar á svölunum eru sviðnar og við reykinn bætist kryddilmur. Ég ligg hér frjáls en föst þó turninn sé bráðnaður. Því álögin voru tvenn en samtvinnuð. Svo ég á ennþá eftir að standa upp ég á ennþá eftir að standa upp. En ég ligg hér bar’og ligg og liggur ekkert á því þó ég sé föst er ég frjáls. Já, ég ligg hér bar’og ligg og liggur ekkert á því þó ég sé föst er ég frjáls. The tower I think and think and think until the thoughts will slowly build a tower a sky high tower and here I’m stuck On me were laying curses one white, one black. Here up in the tower I can doodle with all kind of thing if not the boredom would gnaw to the bone gnaw the bones, gnaw into the bones one must do something- pray and practice start over every day The days are so variable, I often dream of strawberries I often dream of strawberries but here there is only porrige on table so I but a conch up to my ear and listen I listen, listen listen until the conch is wispering some truths Countless ambiguities that tell me everything and nothing at all Usually I write everything down but now I stare at the conch so pale and stiff and sweaty. It hits me - that it is pretty empty in the long run to only listen to the coch and express oneself to the book. Now everything seems pointless, dangerously poinless, so cold somehow. I’ve become colder from the cold I’m sure of it. I need to get away form her. Because here are fantoms who are perverted here are fantoms who are perverted and they spy on me in the cold lonelyness I almost apreciate it but in reality it drives me so neurotic and irritated But someday, someday, I will dissolve the tower. I amplify it apart with crystals dance in spirals dissolve in that way the bricks with the heart and the minerals So everyday I scatter the salts out on the balconies Set up amplifying glasses and sink into one of the books of the tower one must do something- pray and practice start over every day The days are so variable, I often dream of strawberries I often dream of strawberries but here there is only porrige on table And most of the salt goes on the balconies under a magnifying glass. But then one day it starts to happen, I feel it happen and it happens very fast the tower melts down it melts because I melt like in Ólöf’s soundpoems it dissolves and I get released and fall softly to ground fall softly to ground fall so softly to the ground And now I lye her almost also dissolved on the ground in the glowing crown smoke trails still from the books the plants from the balcony are singed and to to smoke there adds a scent of spice I lye here free but stuck because the curse was double and intertwined So I still have it left to stand up straight I still have it left to stand up straight But I lye here, just and lye and I’m in no rush at all I lye here, just and lye and I’m in no rush at all Although I am stuck I am free Although I am stuck I am free

credits

released January 6, 2024

license

all rights reserved

tags

about

Silk cats Iceland

The Silk Cats got together as a band in 2014 when Bergþóra was a part of Daugthers of Reykjavík and Guðrún was taking her first steps as a double bass player. Bergþóra’s lyrics did well with Guðrún’s bass lines that typically would also tell a story. The Silk Cats have been performing unofficially since then at house parties and poetry nights. ,,Anointed sacrifices” is their first EP released. ... more

contact / help

Contact Silk cats

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Silk cats, you may also like: